

Ég er arkitekt og hef rekið teiknistofu síðan 1997, fyrst í samstarfi við Gunnlaug Jónasson, en eigin stofu síðan árið 2000.
Ég hef áratugareynslu og hef tekið að mér afar fjölbreytt verkefni; allt frá kirkju til pylsuvagns.
Iðnaðarhúsnæði
Ég hef tekið að mér hönnun á iðnaðarhúsnæði í áraraðir og legg mikið upp úr nánum samskiptum við skjólstæðinga mína til að tryggja farsæld hvers verkefnis.
Íbúðarhúsnæði
Ég hef bæði hannað ný íbúðar- og fjölbýishús sem og annast breytingar á íbúðarhúsnæði. Ekkert verkefni er of stórt eða of lítið, en hvert verkefni er skemmtileg áskorun.
Sumarbústaðir
Ég hef hannað fjöldan allan af sumarbústöðum á ferlinum og þá skiptir höfuðmáli að hönnun og umhverfi kallist vel á.
Samkeppnir
Ég hef tekið þátt í ýmsum hönnunarsamkeppnum á löngum ferli, bæði sem einyrki og í félagi við annað fagfólk í stétt hönnuða og arkitekta.